Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, janúar 07, 2008

Ef hann bara væri akademíker

Djöfull talar Páll Óskar oft af mikilli skynsemi. Ég vildi óska að hann væri fræðimaður. Hann gæti orðað flókna hluti á einfaldan og skilmerkilegan hátt.

###

Nú er vinnutörninni minni að ljúka og það styttist í Raúl láti sjá sig. Sauðárkrókur bíður mín og ég hlakka til að geta slappað af í heila viku. Ég er lukkunnar pamfíll og hamingjuhrólfur.

1 Comments:

  • Ég hlakka ótrúlega mikið til að hitta loksins Raul, þú hefur sagt svo marga góða hluti um hann. Heldur þú ekki að ég gæti fengið að hitta hann á einhverju kaffihúsinu hér í Reykjavík á meðan hann dvelur hér? Er sérstaklega spenntur yfir því að heyra um æsku hans á Kúbu og að fá hann til þess að lesa upp nokkur ljóð sem hann hefur samið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger