Aumingja drengurinn
Mér finnst ómaklega vegið að persónu Þorsteins Davíðssonar og gleðst yfir að sjá vini hans verja hann í fjölmiðlum. Ragnheiður Clausen fyrrverandi þula tíundar kosti hans og segir meðal annars að ekki hafi þó mikið farið fyrir eldamennsku þegar hann bjó í foreldrahúsum, en þegar hann flutti í eigið húsnæði fyrir rúmu ári hafi komið henni á óvart hvað hann hafi staðið sig vel í eldhúsinu.
Látið nú drenginn í friði. Það er ekki nóg með að hann sé nýfluttur að heiman, nú þarf hann að flytja út á land, langt langt í burtu frá mömmu og pabba.
Það skal tekið fram að drengurinn er á 37. aldursári.
Gefð´onum breik, hann lítur nú út fyrir að vera í mesta lagi tuttuguogfimm... Að vísu illa hirtur en tuttuguogfimm samt sem áður.