Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Aumingja drengurinn

Mér finnst ómaklega vegið að persónu Þorsteins Davíðssonar og gleðst yfir að sjá vini hans verja hann í fjölmiðlum. Ragnheiður Clausen fyrrverandi þula tíundar kosti hans og segir meðal annars að ekki hafi þó mikið farið fyrir eldamennsku þegar hann bjó í foreldrahúsum, en þegar hann flutti í eigið húsnæði fyrir rúmu ári hafi komið henni á óvart hvað hann hafi staðið sig vel í eldhúsinu.

Látið nú drenginn í friði. Það er ekki nóg með að hann sé nýfluttur að heiman, nú þarf hann að flytja út á land, langt langt í burtu frá mömmu og pabba.

Það skal tekið fram að drengurinn er á 37. aldursári.

4 Comments:

  • Gefð´onum breik, hann lítur nú út fyrir að vera í mesta lagi tuttuguogfimm... Að vísu illa hirtur en tuttuguogfimm samt sem áður.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:30 e.h.  

  • Ég er að gefa honum feitt breik með því að birta þessa mynd en ekki þá viðurstyggilegu mynd sem fjölmiðlar birta af honum þar sem svitinn bogar af honum og augun virðast vera við það að poppa úr tóftunum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:14 e.h.  

  • Taktu líka eftir að Ragnheiður segir hann mjög skemmtilegan "þótt hann flíki því ekki við hvern sem er".

    Eins gott að ekki of margir viti að maður sé skemmtilegur.

    By Blogger Svanhvít, at 10:55 e.h.  

  • Ég er ekki frá því að drengurinn er pínu vangefinn. Svolítið eftir á.

    By Blogger Dagur Snær, at 2:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger