Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Yndisleg ferð!

Þá er maður kominn heim frá Danmörku og ný vinnuvika hafin. Ferðin var frábær og ótrúlegt hvað við náðum að gera margt á skömmum tíma.

Við lentum um hádegisbilið og tókum Metróið á Forum og löbbuðum þaðan heim til Malú. Hann býr í afar fallegri, hreinni og rúmgóðri íbúð sem er mjög vel staðsett. Við tókum því rólega fyrsta daginn og fengum okkur langan göngutúr og kíktum síðan á kaffihús. Svo fórum við snemma að sofa því við þurftum að hlaða batteríin fyrir næsta dag.

Á miðvikudeginum vöknuðum við klukkan sjö og fengum okkur dýrindis morgunverð og héldum svo í bæinn þar sem beið okkar bílaleigubíll. Við keyrðum um allt Sjáland og það var yndislegt að sjá haustlitina. Danska haustið er svo ólíkt því íslenska. Svo skiluðum við bílnum um kvöldið og löbbuðum í bæinn og fengum okkur einn Breezer og fórum svo í háttinn.

Daginn eftir tókum við líka snemma og ég og Jói fórum á búðarráp á meðan Malú var í skólanum. Það er skemmst frá því að segja að við misstum okkur í H&M og versluðum eins og brjálæðingar. Svo fórum við í Fields og Fisketorvet og kláruðum að kaupa allar jólagjafirnar. Ég hef aldrei áður verið búinn með jólainnkaupin svona snemma.

Svo á föstudeginum buðum við í veislu. Við buðum öllum vinum okkar í Köben og elduðum tvær gerðir af lasagne. Eina með hakki og eina grænmetis. Svo skellti Jói í gómsæta súkkulaðiköku sem við höfðum í eftirrétt. Seinna um kvöldið fórum við svo í bæinn og ég held ég hafi drukkið kippu af Breezer því ég var með hausverk í flugvélinni á leiðinni heim daginn eftir.

En allavega, frábær heimsókn og ég hlakka til að koma aftur eftir áramót. Svo vil ég þakka Malú og Kela fyrir frábæra gestristni.

4 Comments:

  • Hmmm... Gunni? Spilar þú á gítar?

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:36 f.h.  

  • Djöfulsins kjaftæði, breezerar og H&M. Don't you go tjellíng on me bwoy.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:51 f.h.  

  • Gunni kann eitt eða tvö grip á gítarinn og er oft kenndur við hann.

    Arngrímur: Þetta er allt saman heilagur sannleikur. Hví efast þú bróðir?

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:06 f.h.  

  • Misstir þú þig í HM? Drakkst þú heila kippu af Breezer? Þú ert verri en busagelgjurnar í MS! En gott að fá þig heim snúður.

    By Blogger Tinna, at 3:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger