Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, nóvember 12, 2007

flug - dólgur - gunni

Eftir 24 klukkustundur sit ég spenntur í flugvél sem svífur frá Fróni áleiðis til Kaupmannahafnar, að öllum líkindum tilvonandi flugdólgur. Eftir hálftíma lýkur svo vinnuvikunni minni. 85 af síðustu 156 klukkustundum hef ég eytt í vinnunni svo að frívikan er kærkomin.

Þegar ég kem heim ætla ég að leggja mig og þegar ég vakna ætla ég að opna mér bjór og setja Leaving Las Vegas í tækið til að komast í stemmningu fyrir Köben. Síðan verður eflaust drukkið þangað til vélin fer í loftið. Þar sem að drykkjuhópurinn samanstendur af mér, Jóa og Malú verður sumblið og sorinn allsráðandi , enda erum við þekktir fyrir fátt annað en suddaskap í algeru hámarki.

Þegar ég kem svo heim um miðjan dag á laugardaginn verður örugglega ekki runnið af mér og óska ég hér með eftir upplýsingum um gott djamm. Þó vara ég óreynda við því ég verð eflaust í svipuðu ástandi og ég var í fyrir nokkrum vikum þegar besta vinkona mín, sem er mesti gestgjafi og umburðarlyndasta manneskja sem ég þekki, vísaði mér út úr sínum húsum fyrir typpalega sjómannastæla og almenns ógeðishátts. Enn og aftur vil ég biðja Bjartmar afsökunar á framferði mínu umrætt kvöld.

En semsagt, sjáumst heil, sæl, en umrfam allt drukkin á laugardaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger