Svei mér þá!
Þetta nýtilkomna blogg mitt hefur ekki beinlínis slegið í gegn ef svo má segja. Fæ venjulega milli 15 og 20 heimsóknir á dag. Þá gerast undur og stórmerki. Einhver lesenda minna setti krækju á færsluna mína um rónann á vef sem heitir b2. Í gær heimsóttu síðuna 4230. Það er svolítil aukning.
Ég er búinn að fá margar athugasemdir og þykir mér vænt um þær og þakka kærlega fyrir hlýhug í minn garð.
Einhvern vegin rennir mér til gruns að þitt blogg eiginlega eigi alveg allar þessar heimsóknir skilið, 2 B2, or not.
Þaðernúbaradoleiðis.