Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, nóvember 12, 2007

Blindfullur bloggari

Í stað þess að leggja mig í morgun ákvað ég að byrja á því að drekka og sofa svo. Gerði svo tveggja tíma árangurslausa leit af rónanum mínum. Eftir að hafa þrætt rónabarina og talað við lögregluna (sem var nota bene mjög hjálpsöm og spurði mig að fyrra bragði hvort ég væri til í að gefa henni númerið mitt svo þeir gætu hringt í mig þegar róninn kæmi í leitirnar) gafst ég upp. Eða alveg þangað til ég hitti Lalla Johns. Hann vissi sko hvar minn maður var. Gaf mér upp heimilisfang, en þeir voru allir á bak og burt þegar ég kom. Ég tók bara strætó heim.

Þegar ég kom heim kíkti ég á bloggið mitt og las yfir rónafærsluna sem var heimsótt 10.000 sinnum síðustu viku. Mér til mikillar skelfingar var færslan mjög illa orðuð og full af villum. Enda ekki nema von því ég var blindfullur þegar ég skrifaði hana. Rétt eins og ég er blindfullur að skrifa þessa færslu.

Kæra fólk. Ef eitthvað skemmtilegt er ritað á þessari síðu, þá geti þið gengið út frá því að ég sé fullur að skrifa. Ef eitthvað leiðinlegt og gelt birtist hér, þá er ég þunnur og edrú.

P.s. Elsku róninn minn. Ekki fara nú að taka upp á því að drepast meðan ég er úti. Ég á eftir að skrásetja svo margt og þú átt eftir að eiga afmæli.

4 Comments:

  • ég er nú ekki skáld nema rétt á meðan sprautunálin stendur á kafi í handleggnum, en gullkornin sem þá hrynja af vörum mínum verða víst seint færð í letur.

    By Blogger gulli, at 12:08 e.h.  

  • Sæll!

    Segir mér svo hugur um að staupir þú sonur ótæpilega. Eigi ertu ódæll og fríður mjög. Greitt hefi ég gjöldin svo vizka þín megi mætast. Hefi ég nokkrar áhyggjur af því og held ég að þú megir ekki taka hann Jónas Hallgrímsson til fyrirmyndar í drykkju og svolli.

    Kv. Pabbi

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:40 e.h.  

  • ég heimta blogg þegar þú kemur í vinnuna í kvöld!
    kv systa

    By Blogger Tinna, at 9:49 f.h.  

  • og það er kannski kominn tími til að breyta konu vikunnar líka...
    Kv. sys

    By Blogger Tinna, at 7:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger