Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Take A break

Á hótelinu þar sem ég vinn eru mjög margir bæklingar ætlaðir ferðamönnum. Sumir eru áhugaverðari en aðrir. Sá bæklingur sem mér finnst hvað skemmtilegastur er gefinn út af Hafnarfjarðarbæ en hann ber yfirskriftina: “Take A break – Hafnarfjörður” (já, hásteflingarnir eru svona).

Í bæklingnum eru að finna upplýsingar um helstu perlur Hafnarfjarðar og nokkrar staðreyndir um bæinn sem eiga að laða að ferðamenn. Nokkrar af þeim eru svohljóðandi:

***in 1908, Hafnarfjörður was granted township status, with a population of 1.400

***in the 1920s, Hafnarfjörður became the cradle of handball. To this day, the town remains a bastion of this hugely popular sport in Iceland.

***more than half of the townsfolk participate in sports or social clubs, and one in ten sings in a choir.

***Hafnarfjörður is part of the Greater Reykjavík Area.

***Iceland´s first electric power utility was established in Hafnarfjörður in December 1904, when the town brook was harnessed to generade electricity.

Ég hreinlega vissi ekki að Hafnarfjörður væri svona afskaplega áhugaverður! Ég verð að fara þangar oftar og ég ætla að mæla með honum við þá ferðamenn sem koma til mín og leita ráða.

Ég sé fyrir mér hina dæmigerðu ferðamenn; hjón frá Englandi, nýlega komin á eftirlaunaaldur, í fjögura daga heimsókn á Íslandi:


Maður: Well darling, what shall we do today? Perhaps take the Golden Circle and see Gullfoss and Geyser? Or go whale watching and sea angling?

Kona: Let´s at least get out of Reykjavik, the city is so overwhelming.

Maður: I agree. Let´s take a break and go to the town of Hafnarfjordur.

Kona: How far is that?

Maður: Only 25 minutes by bus. It´s one of the greatest towns in Europe! Did you know that in 1908, Hafnarfjordur was granted township status, with a population of 1.400?

Kona: No, but that is really interesting!

Maður: And it´s the cradle of handball in Iceland.

Kona: What is handball?

Maður: I don´t know, but it´s very popular in Iceland.

Kona: I´m excited. Do you know what percentage of the townsfolk sings in a choir?

Maður: I most certainly do. Ten percent.

Kona: That is amazing. Let´s cancel our trip to Bali next spring and instead go back to Hafnarfjordur.


Farið hefur fé betra en í framleiðslu þessa 24 síðna bæklings sem 12 manns sáu um að gera.

P.s. Forsíðumyndin á þessu bæklingi er einhver sú ljótasta sem ég hef séð. Bæklinginn má nálgast hér

5 Comments:

  • þetta tilbúna samtal minnir svolítið á fóstbræðra atriðið þegar feðginin syngja lag um "The city of Reykjavík" og segir meðal annars í textanum: 'When you come to our city you'll have a good time. Where all the girls are easy if you need a date.' En ég verð að segja að Hafnarfjörður kemur mun betur út í samanburði við Reykjavík ef maður skoðar bæði bæklinginn og hlustar á lagið.
    hfj 1 - 0 rvík

    By Blogger Tinna, at 1:19 f.h.  

  • Ég var ekki að hygla Reykjavík á kostnað Hafnarfjarðar. Báðir staðirnir eru krummaskuð.

    hfj 0 - 0 rvk

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:07 f.h.  

  • Danmörk 1 - 0 Ísland ?

    By Blogger Tinna, at 2:01 e.h.  

  • ha ha ha!

    By Blogger gulli, at 2:45 e.h.  

  • Þetta er alveg yyyyndisleg færsla! Þar sem ég bý erlendis, í landi sem Ísland þykir mjög áhugavert, sé ég þetta alveg fyrir mér.. Spurning hvort maður prenti ekki meistaraverkið út og sýni áhugasömum. Bendi síðan fólki á að skoða vel Hafnafjörð ef það á leið um til landins! Held ég ætti ekki annað eftir!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger