Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, nóvember 23, 2007

Dauður titill

Sá í blaðinu að Kill Bill er sýnd á Stöð 2 í kvöld en þar er titillinn íslenskaður og heitir myndin Drepa Bill. Þýðandanum hefur tekist gjörsamlega að drepa titilinn.

3 Comments:

  • Ég er ekki frá því að við séum mestu málfræði+stafsetningar-leiðréttara systkini í öllum heiminum! Ég á þó enn svo margt eftir ólært....

    By Blogger Tinna, at 9:43 f.h.  

  • Þetta er snilld :)

    Hver man ekki eftir myndum eins og "Á tæpasta vaði" og "Tveir á toppnum" :D

    By Blogger Siggi Árni, at 10:37 f.h.  

  • Og auðvitað kom tímabil fyrir u.þ.b. 8-10 árum þar sem 3 af 5 myndum á rúv voru nefndar "Ein á báti" á íslensku.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger