Með Ellý
Dálkurinn Með Ellý á baksíðu 24 stunda er kærkomin viðbót í annars snauða lágmenninguna á Íslandi. Þar stendur í dag:
Gunni Óla úr skítamóral, Venni Páver, Sigurpáll einkaþjálfari og Kittý Johansen selja fasteignir. Eru öll þekktu andlitin að flykkjast í fasteignasölu? spyr ég Nönnu Guðbergs, fyrrverandi módel sem starfar í dag sem sölufulltrúi fasteigna.
Gunni Óla: Hef ekki hugmynd um hvaða skímó gæi það er. Þekki þá ekki í sundur.
Venni Páver: Myndi aldrei þekkja hann í sjón.
Sigurpáll einkaþjálfari: Aldrei heyrt á hann minnst.
Kittý Johansen: Hú´ða fokk?
Því síður veit ég hver Nanna Guðbergs, fyrrverandi módel, er. En þetta eru semsagt "þekktustu andlitin". Annað hvort búum við Ellý ekki á sama landinu eða þá horfum við ekki á sömu andlitin.
Venni Páer er á efa langflottastur, og eini "semi-frægi" Íslendingurinn í þessari upptalningu.