Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Með Ellý

Dálkurinn Með Ellý á baksíðu 24 stunda er kærkomin viðbót í annars snauða lágmenninguna á Íslandi. Þar stendur í dag:

Gunni Óla úr skítamóral, Venni Páver, Sigurpáll einkaþjálfari og Kittý Johansen selja fasteignir. Eru öll þekktu andlitin að flykkjast í fasteignasölu? spyr ég Nönnu Guðbergs, fyrrverandi módel sem starfar í dag sem sölufulltrúi fasteigna.

Gunni Óla: Hef ekki hugmynd um hvaða skímó gæi það er. Þekki þá ekki í sundur.

Venni Páver: Myndi aldrei þekkja hann í sjón.

Sigurpáll einkaþjálfari: Aldrei heyrt á hann minnst.

Kittý Johansen: Hú´ða fokk?

Því síður veit ég hver Nanna Guðbergs, fyrrverandi módel, er. En þetta eru semsagt "þekktustu andlitin". Annað hvort búum við Ellý ekki á sama landinu eða þá horfum við ekki á sömu andlitin.

3 Comments:

  • Venni Páer er á efa langflottastur, og eini "semi-frægi" Íslendingurinn í þessari upptalningu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:53 f.h.  

  • Ég er frá Selfossi og vil því leysa þetta mál með Skímó.

    http://www.123.is/hammond/upload/T%F3nlistarmyndir/hvitur-wallpaper-large.jpg

    frá vinstri: Addi-Hanni-Gunni-Hebbi

    Þarna vantar einn sem kom í sveitina seinna - en hann er ekki ekta selfyssingur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:30 e.h.  

  • Nönnu Guðbergs hefði ég án efa ruglað saman við Nönnu Rögnvalds, hinn íturvaxna höfund stórkostlegra 450 kílóa matreiðslubóka, og undrast fyrri fyrirsætustörf hennar.

    Ertu líka að vinna á laugardagskvöldið?

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger