Mercedes Benz
Hvað gerir maður ef manni dauðleiðist í vinnunni og hefur ekkert að gera um miðja nótt? Jú, maður horfir á Omega.
Á þeirri ágætu sjónvarpsstöð stendur nú yfir eitthvert söfnunarátak, sem er náttúrulega skömm því auðvitað ætti þetta allt að vera á fjárlögum.
Þar var viðtal við ungan mann sem gefur rosalega mikið því maður uppsker eins og maður sáir. Maðurinn lýsti þeirri alsælutilfinningu sem kemur yfir mann þegar maður gefur og þá langar mann að hringja aftur og aftur og aftur í söfnunarsímann því Guð vill að maður gefi. Hann talar meira að segja um tíund í biblíunni.
En þessi maður hafði gefið svo mikið og hann ætlaði aldrei að hætta að uppskera því Guð gaf honum svo mikið til baka, þar á meðal sparneytinn bíl.
Jæja, svo að Guð er byrjaður að útdeila bílum, og það sparneytnum í þokkabót. Vill ekki einhver hafa samband við Janis Joplin og láta hana vita?
maður ætti þá kannski að hugleiða að byrja að rækta trúna við þann gamla aftur (guð). Mig langar svo svakalega mikið í nýtt fjallahjól