Þokkalegar píur
Það var hrein unun að horfa á Sunnudagskastljósið. Þar voru komnar saman tvær - ég ætla að fullyrða - glæsilegustu konur Íslands; drottningin Eva María og dívan Ragnheiður Gröndal. Á stundum var nær óbærilegt á að horfa, svo miklir voru persónutöfrarnir og þokkinn svo mikill sem þær sýndu af sér.