Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, október 29, 2007

My own fucking shit!

Í gær vaknaði ég við það að einhver bankaði á dyrnar. Ég stóð upp, nuddaði stýrurnar úr augunum og opnaði. Meðleigjandi minn, lettnesk kona, var í einhverjum vandræðum með tölvuna sína. Ég bauð henni innfyrir og hún settist í sófann. Ég sagði henni að setja tölvuna á borðið meðan ég tók af því tómar bjórdósir og bækur. Þá spurði hún mig: "Gúnar, why you not have girlfriend to clean your room?" Ég fann hvernig blóðið streymdi upp í haus svo enni og kinnar roðnuðu. Mig langaði að lesa yfir hausamótunum á henni sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi og um staðlaðar kynjahugmyndir. Þess í stað dró ég andann djúpt, setti upp tilgerðarlegt bros og svaraði: "I have many girlfriends, but I clean upp my own fucking shit".

4 Comments:

  • ég hló upphátt í tölvustofunni í MS þegar ég las þetta :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:08 f.h.  

  • Það er gaman að þú hafir gaman af þessu kæra systir, rétt eins og ég hef gaman af endurminningunni.

    Því miður var ég ekki haldinn uppseljusýki þegar hún gerði þessa athugasemd. Annars hefði hún fengið, réttilega, yfir sig hálfetna pítsu frá Pronto; PRONTO!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:26 e.h.  

  • Mér sýnist að hún hafi verið að bjóða sig fram í hlutverkið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:22 e.h.  

  • Það má vel vera en ég hef takmarkaðan áhuga á því. Hún er á aldri við móður mína og hefur auk þess leiðinlegan talanda.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger