My own fucking shit!
Í gær vaknaði ég við það að einhver bankaði á dyrnar. Ég stóð upp, nuddaði stýrurnar úr augunum og opnaði. Meðleigjandi minn, lettnesk kona, var í einhverjum vandræðum með tölvuna sína. Ég bauð henni innfyrir og hún settist í sófann. Ég sagði henni að setja tölvuna á borðið meðan ég tók af því tómar bjórdósir og bækur. Þá spurði hún mig: "Gúnar, why you not have girlfriend to clean your room?" Ég fann hvernig blóðið streymdi upp í haus svo enni og kinnar roðnuðu. Mig langaði að lesa yfir hausamótunum á henni sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi og um staðlaðar kynjahugmyndir. Þess í stað dró ég andann djúpt, setti upp tilgerðarlegt bros og svaraði: "I have many girlfriends, but I clean upp my own fucking shit".
ég hló upphátt í tölvustofunni í MS þegar ég las þetta :)