Óvinsælasti maður Íslands?
Um daginn sýndi félagi minn mér innheimtubréf frá lögmannstofu þar sem farið var fram á að hann greiddi smávægilega skuld. Á umslaginu og hausnum á bréfinu stóð stórum stöfum:
Lögmannsstofa
Jón Egilsson hdl.
Ég minntist þess að hafa séð fleiri innheimtubréf frá þessari stofu í gegnum tíðina og er ekki frá því að hafa einhvern tímann fengið eitt sjálfur.
Ef ég ætti lögmannsstofu og sérhæfði mig í innheimtu myndi ég velja afar hlutlaust nafn á stofuna og forðast í lengstu lög að persónugera rukkunina. Annars gæti maður átt á hættu að verða nokkuð óvinsæll.