Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, desember 31, 2007

Heimskt úthverfapakk

Á laugardaginn var ég staddur hjá móður minni í stærsta úthverfi Reykjavíkurborgar. Ég var þyrstur og ákvað því að rölta á hverfispöbbinn og væta kverkarnar með ísköldum jólabjór og horfa á einn knattspyrnuleik. Það var glatt á hjalla og menn skeggræddu landsins gagn og nauðsynjar yfir boltanum. Þá kom sjokkið. Það var engu líkara en ég væri staddur á sellufundi róttæka arms Frjálslynda flokksins með Útvarp Sögu í botni, umkringdur holdi klæddu moggabloggi. Semsagt; í helvíti.

Formdómarnir og fáfræðin voru slík að ég átti í stökustu erfiðleikum með að taka þátt í umræðunni því rök viðmælenda minna voru lituð svo miklu óútskýranlegu hatri að ég stóð uppi ráðalaus. Hvernig er hægt að rökræða við menn sem notast ekki við eiginleg rök heldur láta málflutning sinn ráðast af tilfinningum og fyrirfram ákveðnum hugmyndum um aðra?

Allir voru þó mennirnir vel upplýstir og fundið fyrir menningarárekstrum á eigin skinni (eða nákomnir þeim):

Þegar bróðir minn bjó í Svíþjóð ´89 bjuggu múslimar í blokkinni hans og bla bla bla ...

Síðast þegar ég fór til Köben var ekki þverfóta fyrir þessu pakki sem bla bla bla ...

Konan mín sá Pólverja um daginn á skemmtistað og forðaði sér áður en hann bla bla bla ...



Það kæmi mér ekki á óvart þó almenn fáfræði og heimska væri meiri í sumum póstnúmerum borgarinnar en öðrum.

1 Comments:

  • Er eitthvað betra að dæma fólk eftir þvi hvar það á heima í bænum en frá hvaða landi það kemur ?!

    þu ert greinilega ekkert skárri en þau ;)

    en eg flokka mig þa sem heimskt úthverfapakk sem finnst eg betri en allt og allir!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger