Judy Greer
Þessi stelpa er í svolitlu uppáhaldi hjá mér því hún er frábær leikkona og það kæmi mér ekki á óvart þó að innan nokkurra ára yrði nafn hennar með þeim stærri í Hollívúdd. Sérstaklega er minnisstæð er frammistaða hennar í Adaptation og svo auðvitað í Arrested Development.
En tilefni þessarar færslu eru bólfarir þeirra persóna sem hún hefur leikið. Hún hefur opnað klofið fyrir afar svölum piparsveinum.
Fyrstan ber að nefna hetjuna mína, Hank Moody. Hann sarð hana, sem vændiskonuna Trixie, eftirminnilega í Callifornication.
Druslan og alkóhólistinn Charlie Harper er svalur gaur enda þótt hann sé aðeins hálfdrættingur Hank Moodys. Hann sængaði saman með Myru, persónu leikinni af Judy, í þættinum Two and a Half Men.
Að endingu vil ég bæta við einum piparsveini í viðbót, Gob Bluth, en hann fíflaði Kitty í Arrested Development, leikna af Judy.
já ég fíla þessa í tætlur