Tígur
Þegar ég kom heim úr vinnunni í morgun blasti við mér fögur sjón; Aggi sofandi áfengissvefni á stofugólfinu mínu. Eftir korters samningaviðræður við rekaldið féllst það á að flytja sig í rúmið. Ég hafði ætlað mér að setjast í hægindastólinn minn og klára bókina sem ég var að lesa en vildi ekki kveikja ljósið og raska þannig friði snyrtilega ungskáldsins. Ég ákvað því að kveikja á kertum og hlusta á Megas á i-podinum og fá mér einn öl fyrir svefninn. Eftir tvö lög eða svo tók ég heyrnatólin úr eyranu og dró þá út víravirki og gúmmíið og plastið duttu í sundur. Helvítis drasl þetta Apple dót. Jæja, ég klæddi mig úr náttbuxunum og í gallabuxur og hélt af stað í Skífuna til að kaupa ný heyrnatól. Á leiðinni stoppaði ég í Tiger og keypti kerti. Þar sá ég heyrnatól á fjögurhundruðkall og hugsaði með mér að kannski ég keypti þau bara til bráðabirgða þangað til ég yrði frægur, ríkur og dáður. Þá myndi ég kaupa rándýr og flott heyrnatól. Í ljós kom að Tiger heyrnatólin eru stórfín, betri en Apple draslið. Hver þarf merkjavöru þegar maður hefur Tiger?
Segðu, Tiger er aðalmerkið í bænum. Ekkert nema eðalvörur, hægt að klára jólagjafainnkaupin þar í einni ferð.