Virðing
Í landi voru eru nokkrar starfsstéttir sem við Frónbúar berum ekki nægilega virðingu fyrir.
Strætóbílstjórar:
Mikið álag og óþýtt viðmót. Enda er öll starfsstéttin með skeifu.
Leigubílsstjórar:
Sálusorgarar og skriftastólar smáborgarans. Ef þú hefur einhvern tíma reiðst leigubílsstjóra fyrir að keyra ekki nákvæmlega sömu leið heim til þín og þú gerir, þá ertu fífl. Einu sinni var ég í leigubíl á leiðinni heim og það var stúlka sem keyrði bílinn. Hún spurði mig með skjálfandi röddu hvort mér væri sama þótt hún keyrði Sæbrautina í stað Miklubrautar. Ég hló og sagði að mér væri skítsama. Hún sagði mér að fyrr um kvöldið hafi jakkafataklæddur aristókrat nærri lamið sig fyrir að keyra ekki Miklubrautina.
Póstþjónustu- og blaðburðarfólk:
Berið virðingu fyrir því. Ef þú ert með miða í glugganum í anddyrinu sem á stendur:
ENGAN RUSLPÓST TAKK FYRIR!!!!!!!!!!!!!!!!!
þá ertu hálfviti. Hásteflingar og sautján upphrópunarmerki eru rakinn dónaskapur.
Skólaliðar:
Ímyndaðu þér ef fjórtán ára bólugrafið gerpi í mútum segði þér að halda kjafti nokkrum sinnum á dag.
Starfsfólk frístundaheimila:
Læti, áreiti. Áreiti, læti. Öskur, ískur. Grátur, hlátur. Læti, áreiti. –Allan liðlangan daginn.
Ræstingarfólk:
Erfiðasta vinnan og lægstu launin. Aldrei skaltu ganga á blautu gólfinu þegar verið er að skúra. Hinkraðu, gólfið er bara tvær mínútur að þorna. Ef þú ert á Hlöðunni og gengur á skítugum skónum yfir blautt nýskúrað gólfið þá má sá/sú sem skúraði gólfið koma til mín og fá vottorð fyrir því að það megi hella kaffi yfir næstu handskrifuðu heimildavinnuna sem þú vinnur.
sem starfsmaður á frístundaheimili get ég ekki verið annað en hæstánægð með þessa færslu :)