Við erum á góðri leið til andskotans!
Ég var að lesa áhugaverða færslu hjá Þórhildi þar sem ég sá þetta. (http://www.orvitinn.com/myndir/2007/dv_leidari.jpg)
Stöldrum nú aðeins við orðið siðblinda sem kemur fyrir þrisvar sinnum í leiðaranum. Um siðblindu segir Wikipedia þetta:
Amorality is the quality of believing that moral right and wrong (or good and evil) do not exist in objective reality. 'Amorality' or 'amoralism' may also refer to believing that the concepts of moral right and wrong do not have meaning, or lacking a belief in the absolute existence of any moral laws. It does not require the belief that right and wrong in the sense of truth and falsehood do not exist.
Enn fremur mæli ég með því að fólk lesi þetta svar Guðrúnar Öddu Ragnarsdóttur atferlisfræðings um siðblindu.
Siðblinda er sjúklegt ástand og er birtingarform nokkurra geðsjúkdóma. Kannski (og að öllum líkindum) telur Reynir að trúleysingjar séu hópur illa innrættra geðsjúklinga sem fari um landið og kveiki í kirkjum, skeini sér með biblíum og hvetji börn til saurlifnaðar.
Það er áríðandi að almenningur stöðvi framrás guðlausra og siðblindra. Taumlaust og óagað frjálslyndi getur aldrei orðið til annars en bölvunar fyrir alla.
Svo hættulegir eru trúleysingjarnir að helst þyrftu góðir og gegnir borgarar þessa lands að draga að húni gunnfána, taka fram atgeirinn og verja sig með kjafti og klóm fyrir þessum heiðingjum sem geta leitt þjóðina til glötunar.
Bara spurning hvenær maður sér Reyni birtast á Ómega.
„Amorality“ er ekki siðblinda. Ég er ekki viss hver íslenska þýðingin á amorality er, en ég myndi skjóta á „siðleysi“. Sósíópatía er siðblinda.
(Annars er ég sammála, sko.)