Dallas
Síðastliðið sumar keypti systin mín fimm diska safn með íslenskum lögum frá níunda áratugnum. Ég setti lögin inn á i-podinn minn og er búinn að vera í nostalgíukasti síðan.
Ég vildi ég væri Pamela í Dallas
...sungu Dúkkulísurnar.
Ég hefði ekkert á móti því að vera Pamela í Dallas. Í minningunni eru Pamela og Bobby ímynd fullkomnunarinnar en kannski helst til of væmin.
Ég væri heldur til í að vera Lucy. Sem barn var ég afskaplega ástfanginn af henni og dreymdi marga blauta drauma um hana.
Sá sem ég leit mest upp til í þáttunum var Rey Krebbs. Mér fannst hann gríðarlega svalur, sérstaklega eftir að hann sarð Lucy. Ég væri alveg til í að vera Rey Krebbs.
Enda þótt ég væri til í að vera allar þessar persónur þá get ég aðeins látið mig dreyma um það. Hvað varðar mitt lundarfar og hátterni, er ég líkastur Sue Ellen.
Aldrei var ég skotinn í Lucy, en ég get tekið undir að þú ert dáldið eins og Sue Ellen. Alltaf undir hæl kapítalismans. J.R. var minn maður.