Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

sunnudagur, desember 09, 2007

Dallas

Síðastliðið sumar keypti systin mín fimm diska safn með íslenskum lögum frá níunda áratugnum. Ég setti lögin inn á i-podinn minn og er búinn að vera í nostalgíukasti síðan.

Ég vildi ég væri Pamela í Dallas


...sungu Dúkkulísurnar.

Ég hefði ekkert á móti því að vera Pamela í Dallas. Í minningunni eru Pamela og Bobby ímynd fullkomnunarinnar en kannski helst til of væmin.



Ég væri heldur til í að vera Lucy. Sem barn var ég afskaplega ástfanginn af henni og dreymdi marga blauta drauma um hana.



Sá sem ég leit mest upp til í þáttunum var Rey Krebbs. Mér fannst hann gríðarlega svalur, sérstaklega eftir að hann sarð Lucy. Ég væri alveg til í að vera Rey Krebbs.



Enda þótt ég væri til í að vera allar þessar persónur þá get ég aðeins látið mig dreyma um það. Hvað varðar mitt lundarfar og hátterni, er ég líkastur Sue Ellen.

3 Comments:

  • Aldrei var ég skotinn í Lucy, en ég get tekið undir að þú ert dáldið eins og Sue Ellen. Alltaf undir hæl kapítalismans. J.R. var minn maður.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:34 e.h.  

  • Eigum við að fara í hlutverkaleik?

    Ég skal vera Sue Ellen, blindfull í silkináttkjól með viskíglas í hendi, og skamma þig (J.R./Arngrím) fyrir framhjáld og lygar.

    Svo slærðu mig utanundir og við njótum ásta í kjölfarið.

    Gunni

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:18 f.h.  

  • Kommon!

    Löðrungaðu mig ræfillinn þinn!

    By Blogger Gunni, at 8:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger