Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

mánudagur, desember 10, 2007

Ég laug að þér, kæri lesandi!

Kæru vinir, velgjörðarmenn (pabbi) og aðrir lesendur.

Þið ykkar sem trúðu orði sem stóð í þessari færslu, þekkið mig ekki vel.

Suddinn í ferðinni var yfirgengilegur.

Hin raunverulega ferðasaga verður ekki birt hér. Svo gróteskar eru lýsingarnar. Þau ykkar sem vilja fá að heyra hina raunverulegu ferðasögu er velkomið að bjalla í mig (659-9604) og um leið fá leiðbeiningar um hvernig á að ferðast.

Ef þú er bjúrókrat eða íhald þá skaltu hætta að lesa því að þér er ekki við bjargandi. Þá geturðu líka lesið The Accidential Tourist eftir Anne Tyler og verið jafn steingeldur og Macon Leary og beðið þess í vonlausum draumi að Geena Davis kyssi þig og leysi þig úr álögum þess sjálfsskapaða vítis sem þú engist um í. En þú rúnkar þér einn, rétt eins og fyrri daginn.

7 Comments:

  • Já, maður veit nú ekki hvort maður þekki þig lengur.

    Seinast þegar við áttum gott tjut saman var það norður í raskati, nánar tiltekið á Sauðárkróki og vorum við að reyna að húkka okkur far til Akureyrar með stelpurnar sváfu.

    Svo var það Geirmundur, 60% spíri og kolvitlaus ökufantur sem við húkkuðum far með. Dans upp á borðum, bolir af og næstum því slagsmál við Fáfnis-menn.

    Breezer hvað?!

    By Blogger Dagur Snær, at 11:03 e.h.  

  • Ó mæ fokking sjitt! Þetta er rétt hjá þér. Það er alltof langt liðið síðan...!

    Geirmundur var svakalegur og dansinn upp á borðum vil ég endurtaka við fyrsta tækifæri.

    By Blogger Gunni, at 1:37 f.h.  

  • Nú var ég að fletta í gegnum þetta come-back blogg þitt og las færslu síðan 9. október um boy-bandið okkar, Asbest.

    Ég hef verið að hugsa mikið um bandið í haust og lét nokkrar velvaldar línur fljúga í einu samkvæminu, t.d.:

    „Lestu Chomsky, lestu Fisk. Hugsaðu og breytt'í frisk!“

    og

    „Hvert fór hún? Hvar er hún?
    Hvað með velferð? Hvað með skóla? (leikskóla)“

    Svo man ég ekki meir.

    En ég er til. Ójá! Count me in.

    By Blogger Dagur Snær, at 4:37 e.h.  

  • Já!

    Hvað með börnin, út'í heimi, sem að kunn'ekki að hjóla (eða róla!)

    By Blogger Dagur Snær, at 4:38 e.h.  

  • Þetta eru rosalegar línur! Ég var búinn að steingleyma þeim.

    Arngrímur er til. Þá er það bara spurning með Himma.

    By Blogger Gunni, at 6:25 e.h.  

  • Hann er bara orðinn pabbi og giftur og eitthvað svoleiðis maður. Hann getur þá fjallað um fjölskyldumálin og almannatryggingar.

    Hvaða týpa varst þú aftur og hvert var þitt sérsvið?

    Ég kem heim um jólin, við getum kannski æft þá, eða þú hundskist til að hafa samband við mig þegar þú ferð til DK?

    By Blogger Dagur Snær, at 8:41 e.h.  

  • Ég finn ekki meilinn þinn.

    Sendu mér tölvupóst

    dagur@dagur.org

    By Blogger Dagur Snær, at 8:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger