Ég laug að þér, kæri lesandi!
Kæru vinir, velgjörðarmenn (pabbi) og aðrir lesendur.
Þið ykkar sem trúðu orði sem stóð í þessari færslu, þekkið mig ekki vel.
Suddinn í ferðinni var yfirgengilegur.
Hin raunverulega ferðasaga verður ekki birt hér. Svo gróteskar eru lýsingarnar. Þau ykkar sem vilja fá að heyra hina raunverulegu ferðasögu er velkomið að bjalla í mig (659-9604) og um leið fá leiðbeiningar um hvernig á að ferðast.
Ef þú er bjúrókrat eða íhald þá skaltu hætta að lesa því að þér er ekki við bjargandi. Þá geturðu líka lesið The Accidential Tourist eftir Anne Tyler og verið jafn steingeldur og Macon Leary og beðið þess í vonlausum draumi að Geena Davis kyssi þig og leysi þig úr álögum þess sjálfsskapaða vítis sem þú engist um í. En þú rúnkar þér einn, rétt eins og fyrri daginn.
Já, maður veit nú ekki hvort maður þekki þig lengur.
Seinast þegar við áttum gott tjut saman var það norður í raskati, nánar tiltekið á Sauðárkróki og vorum við að reyna að húkka okkur far til Akureyrar með stelpurnar sváfu.
Svo var það Geirmundur, 60% spíri og kolvitlaus ökufantur sem við húkkuðum far með. Dans upp á borðum, bolir af og næstum því slagsmál við Fáfnis-menn.
Breezer hvað?!