Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, desember 19, 2007

Hópslagsmál við óharnaða menntskælinga

Ég hef gaman af því að vafra um Wikipedíu og hélt ég gæti nokkurn veginn treyst henni. Áðan var ég að lesa um Íslendingasögurnar því nýverið eignaðist ég heildarútgáfu þeirra og glugga mikið í þær.

Á íslensku Wikipedíunni stendur þetta um Njálu:

Menn eru ekki á einu máli um áreiðanleika eða sagnfræðilegt gildi sögunnar. Þó er alveg óhætt að slá því föstu að helstu persónur sögunnar voru uppi á sinni tíð og að margir eða flestir atburðir sem frá er sagt áttu sér stað í raun og veru. Hins vegar er ekki víst að þeir hafi gerst með nákvæmlega þeim hætti sem sagan vill vera láta.


Þetta eru skrif óharnaðs menntskælings.

Ég hef rætt þetta mál við Félag íslenskra bókfestumanna og við höfum ákveðið í sameiningu að stofna til fjöldaslagsmála við auma sagnfestumenn. Slagsmálin munu fara fram á Austurvelli strax að lokinni friðargöngunni á Þorláksmessu.

1 Comments:

  • Hahahaha, þetta er frábært. Ég vissi alltaf að það væri ekki hægt að treysta dagsetningum í Njálu. Og láttu þér þetta svo að kenningu verða um Wikipediu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger