Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

laugardagur, desember 01, 2007

Uppfinning aldarinnar

Frá örófi alda hafa kuklarar, gullgerðarmenn, læknar og allir sem hafa vit á náttúrulækningum reynt að finna lyf við þynnku. Eftir áralangar rannsóknir hef ég fundið ráð sem læknar þynnkuna!

Uppskrift:

Þú tekur einn bolla af sektarkennd og fleygir honum út í hafsauga.

Því næst blandarðu saman 100 grömmum af móral og einum desilítra af hausverk og sturtar þeim niður í klósettið.

Að því loknu hellirðu upp á kaffi og ferð í sturtu.

Svo berðu á þig brúnkukrem til að reyna að fela það hversu fölur og viðbjóðslegur þú ert.

Það næsta sem þú gerir er að hringja í systur þína og spyrja hana hvort hún nenni í Kolaportið. Í Portinu kaupi þið asnalega eyrnalokka, asnalegar bækur og fáið ykkur heitt súkkulaði. Svo kaupi þið harðfisk og röltið heim og vætið kverkarnar með ísköldum jólabjór.

Afleiðing:

Þú ert þynnkulaus, í góðu skapi og tilbúinn fyrir djammið í kvöld.

2 Comments:

  • ég er að fíla eyrnalokkana sem við keyptum í tætlur!

    By Blogger Tinna, at 4:33 e.h.  

  • Ég held að bjórinn hafi eytt þynkunni þinni - ekki kolaportið eða hitt

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger