Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Dreggjarnar

Það er búið að vera afar athyglisvert að fylgjast með sennu Finns Ingólfssonar og Sverris Hermannssonar í Mannamáli Sigmundar Ernis undanfarið. Ásakanirnar og blammeringarnar eru búnar að ná nýjum og áður óþekktum hæðum, svo skítkastið er oft og tíðum yfirþyrmandi. Það er engin leið fyrir áhorfandann að gera það upp við sig hvor þeirra sé meiri skíthæll, svo sannfærandi eru rök þeirra beggja.

Helst væri ég til í að sjá þessar siðspilltu, fyrrverandi kanónur íslenskrar pólitíkur takst á í alvöru leðjuslag, íklæddir engu nema lendarskýlum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger