Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, nóvember 30, 2007

Brjálaður karl, kynvillingar og sandnegrar

Það er búið að vera kostulegt að fylgjast með biskupnum í fjölmiðlum í vikunni. Hann mætir í viðtöl og brýnir sitt fólk til dáða, rjóður í kinnum vegna bræðinnar sem kraumar innra með honum. Hann er nefninlega að tapa stríðinu og hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því. Fólk er almennt að átta sig á því að trúboð á ekkert erindi í skóla landsins. Mjög svo jákvæð áhrif fjölmenningarsamfélagsins.

"Helvítis kynvillingarnir og sandnegrarnir" hugsa kjósendur Frjálslynda flokksins.

12 Comments:

  • Björn Jónsson frá Siðmennt og Bolli Pétur Bollason prestur voru gestir í 'Ísland í dag' í gær. Séra Bolli verður svo ofboðslega reiður í viðtalinu og hatur hans á málstað Björns skín úr augunum og einnig eru rök hans gjörsamlega út úr kú. Hann vissi, eins og biskupinn, að hann var búinn að tapa.

    Annars er mín skoðun sú að öll trúarbrögð eigi að vera kennd jafnt í grunnskólum, en ekki að það eigi að kenna kristinfræði sem það eina rétta. Sjálfri fannst mér yndislegt að trúa á guð og mæta í Sunnudagagaskólann þegar ég var yngri og ég heillaðist af þessari trú. En það var mitt val að mæta í kirkjuna og taka þátt í starfi hennar, þessu var ekki þröngvað upp á mig. Í dag er ég í vissum skilningi trúlaus og trúi alls ekki á nokkurn guð eða á jesú, þó svo að ég telji að kristin trú hafi gert mér gott þegar ég var lítil. Þetta á að snúast um val og í dag kýs ég að vera trúlaus og enginn annar getur sannfært mig um annað.

    By Blogger Tinna, at 6:53 e.h.  

  • Held nú að flestir kennarar reyni eftir fremsta megni að setja kristinfræði ekki upp sem trúboð (ég þar á meðal). Er sammála um að kenna eigi öll trúarbrögð í skólanum, en finnst líka allt í lagi að kristni fái meira vægi -það er þjóðtrúin okkar og hefur verið partur af þjóðlífinu svo lengi. Skiljiði.. þó það væri ekki til annars en að efla gagnrýni á okkar eigið samfélag.

    Ég lenti á hálfgerðu klandri í fyrra þegar ég stóð sjálf í þeim sporum að kenna kristinfræði. Ég byrjaði náttúrulega á því að segja krökkunum að til væru óteljandi trúarbrögð í heiminum (og að trúarbrögð væru eitthvað sem fólk trúði á og einhverjir ekki) EN nú væru að fara að koma jól og hvað gerðist nú eiginlega þá?? ... og svo náttúrulega kom romsan um Jessa, Mæju og Jossa.

    Ótrúlega heimspekileg og góður kennari ekki satt??! Fékk síðan bestu spurningu EVER frá einni Víetnamskri "hvað er Jesú?"

    Og reyniði að svara þessu í einni setningu á 6 ára máli. Ég náttúrulega benti bara á blessað Jesú-barnið og svaraði bara "þessi". Ekki alveg gert ráð fyrir því að maður kenni kristni frá grunni í þessum blessuðu kristinfræðibókum sjáiði.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:20 e.h.  

  • Í Laugarnesskóla var okkur innrætt kristin trú. Það voru bænastundir í tímum ef eitthvað hræðilegt gerðist, t.d. snjóflóðin á Súðavík og Flateyri, og farið var reglulega í kirkju ekki síður þar en í gaggó þar eftir. Eftir á að hyggja var þetta fáránleg ráðstöfun.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:29 e.h.  

  • Það á hvorki að kenna ein trúarbrögð né öll í skólum landsins. Það er jafn fáránlegt og að kenna skoðanir, eina eða margar.

    By Blogger Gunni, at 3:09 e.h.  

  • þar er ég mjög ósammála þér. þetta er einungis fræðigrein um staðreyndir; þá staðreynd að kristið fólk trúir á guð og jesú og þá staðreynd að búddistar trúi því að þeir geti öðlast nirvana. þetta er mjög áhugaverð fræðigrein og hún kemur í veg fyrir fordóma og fáfræði í garð annarra trúarbragða, sem þú trúir sjálfur á, ef þú á annað borð ert trúaður.

    By Blogger Tinna, at 6:58 e.h.  

  • En hvað eru "skoðanir"? Hvað um lífsleikni, sögu og stjórnmálafræði? Á að kenna það eða eru það skoðanir? Hvað um rasisma, jafnrétti og hvað þá kynfræðslu?

    Mér finnst að þetta allt verði að kenna eða fræða um svo að fólk geti lesið umhverfi sitt og myndað sér sína eigin upplýstu skoðun.
    -en það er náttúrulega bara mín skoðun.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:30 f.h.  

  • alveg sammála þessu...:)

    By Blogger Tinna, at 12:41 e.h.  

  • Það á að sjálfsögðu ekki að kenna lífsleikni fyrr en hún hættir að vera konformistakjaftæði á borð við „það er ljótt að ljúga“.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:48 f.h.  

  • hmm...í lífsleikni lærði ég að skipuleggja mig og lærði hvað orð eins og "stéttarfélag" þýðir og svo fór ég í ljósmyndasamkeppni og prufaði jóga. ekki amalegir lífsleiknitímar það :)

    By Blogger Tinna, at 1:27 e.h.  

  • Gallinn við lífsleikni er að hún hefur aldrei verið skilgreind almennilega. Það veit enginn hvað þetta er eða hvernig á að kenna það. Þannig komast þau upp með, að því er virðist, að kenna mismikla þvælu eftir því hvaða ár er og hvaða kennari á í hlut. Ég var tvisvar skikkaður til að taka lífsleikniáfanga í menntó og lærði ekki neitt á því - þetta var alltsaman einhver heimskuleg aðferð við jafningjafræðslu (sem btw. ýtti undir einelti í einu tilfelli), forvarnarstarfi (sem virkaði ekki) og uppeldisfræðum (ekki ljúga, ekki syndga, segðu mömmu þinni að þú elskir hana og éttu hollt).

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:36 f.h.  

  • Lífsleikni er verkfæri djöfulsins.

    Hananú.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:07 e.h.  

  • Tek undir með síðasta ræðumanni!

    Gunni

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger