Brjálaður karl, kynvillingar og sandnegrar
Það er búið að vera kostulegt að fylgjast með biskupnum í fjölmiðlum í vikunni. Hann mætir í viðtöl og brýnir sitt fólk til dáða, rjóður í kinnum vegna bræðinnar sem kraumar innra með honum. Hann er nefninlega að tapa stríðinu og hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því. Fólk er almennt að átta sig á því að trúboð á ekkert erindi í skóla landsins. Mjög svo jákvæð áhrif fjölmenningarsamfélagsins.
"Helvítis kynvillingarnir og sandnegrarnir" hugsa kjósendur Frjálslynda flokksins.
Björn Jónsson frá Siðmennt og Bolli Pétur Bollason prestur voru gestir í 'Ísland í dag' í gær. Séra Bolli verður svo ofboðslega reiður í viðtalinu og hatur hans á málstað Björns skín úr augunum og einnig eru rök hans gjörsamlega út úr kú. Hann vissi, eins og biskupinn, að hann var búinn að tapa.
Annars er mín skoðun sú að öll trúarbrögð eigi að vera kennd jafnt í grunnskólum, en ekki að það eigi að kenna kristinfræði sem það eina rétta. Sjálfri fannst mér yndislegt að trúa á guð og mæta í Sunnudagagaskólann þegar ég var yngri og ég heillaðist af þessari trú. En það var mitt val að mæta í kirkjuna og taka þátt í starfi hennar, þessu var ekki þröngvað upp á mig. Í dag er ég í vissum skilningi trúlaus og trúi alls ekki á nokkurn guð eða á jesú, þó svo að ég telji að kristin trú hafi gert mér gott þegar ég var lítil. Þetta á að snúast um val og í dag kýs ég að vera trúlaus og enginn annar getur sannfært mig um annað.