Það er korters gangur frá Norðurmýri niðrá Lækjartorg
Mætti róna áðan á leiðinni heim úr vinnunni, klukkan átta á sunnudagsmorgni. Okkar samskipti fóru þannig fram:
Róni: Fyrirgefðu en geturðu nokkuð gefið mér hundraðkall?
Ég: Fálma eftir aur í öllum vösum. Nei, því miður ég er bara með kort.
Róni: Horfir á mig dapur. Það er svo erfitt að vera róni í Reykjavík nú til dags. Ég þyrfti helst að fá mér posa. Það eru allir bara með kort.
Ég: Enn með hendur í vösum að leita að aur. Reykirðu?
Róni: Já.
Ég: Viltu Marlboraough Lights?
Róni: Já, endilega!
Ég rétti honum hálfan sígarettupakkann og hélt áfram göngu minni niður Laugaveginn. Nokkrum andartökum síðar fatta ég að það er hraðbanki hinum meginn við götuna. Ég leit við og róninn var horfinn. Beygði líklega upp Klapparstíginn. Ég nennti ekki að hlaupa á eftir honum. Enda var ég að fara að stunda minn eigin rónaskap. Fór heim, fékk mér einn bjór fyrir svefninn og bloggaði um samskipti mín við rónann.