Drullist þið í heimsókn til mín! - 10 góðar ástæður fyrir því að þú ættir að koma í heimsókn til mín:
- Hjá mér þarftu aldrei að fara úr skónum.
- Hjá mér er alltaf til kaldur bjór.
- Hjá mér er yfirleitt til rauðvín.
- Ef þú ert of full/ur til að komast heim til þín úr bænum eða þá að leigubílaröðin er of löng þá er lítill sætur svefnsófi hjá mér sem bíður eftir því að þú hvílir lúin og drukkin bein á.
- Þegar þú vaknar þunn/ur daginn eftir og vilt þynnkumat, kaffi eða afréttara þá eru tólf skref á Kofann og sautján skref á Prikið.
- Ég á ekki sjónvarp svo að heima hjá mér fara einungis fram (mis)málefnalegar umræður um heimsmálin og bókmenntir.
- Ég á flottustu og stærstu svalir á Íslandi.
- Ég er snilldar kokkur og alltaf til í að bjóða þér mat.
- Hjá mér máttu alltaf fá lánaðar þær bækur sem þú vilt og engar sektargreiðslur eru eftir síðasta skiladag. Skiladagur er í flestum tilvikum einhvern tímann eftir eilífðarnón.
- Ég er svo fokking sætur og skemmtilegur.
ha? býrðu í miðbænum? helduru úti bloggsíðu?
ja svei!
þú gætir þá kannski boðið gömlu nemendastjórninni í pizzu og kaldan..