Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, mars 03, 2005

Það er viðbjóðslegt að skrifa ritgerð hálf þunnur. Mæli ekki með því.

Mér finnst afar leiðinlegt hversu lítið er til af fræðiefni um stöðu útlendinga á Íslandi. Bestu/einu heimildirnar eru þurrar hagtölur og nokkrar misgóðar BA-ritgerðir. Svo er líka skrýtið að stjórnvöld hafa enga mótaða stefnu í málefnum útlendinga. Til að átta sig á henni verður maður einfaldlega að fletta gegnum Alþingistíðindi síðustu 25 ára.

Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla er góð bók. Var að lesa kafla um varnarsamninginn. Þar stendur m.a.:

Samkvæmt tilmælum Íslendinga var þess gætt, eins og á stríðsárunum, að [bandarískir hermenn og aðrir starfsmenn] væru af hvítum kynþætti
Jamm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger