Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, september 02, 2004

Naglaklippur og Þjóðverjar

Ég keypti mér sautjándu naglaklippur sumarsins í morgun. Hvað mig varðar eru naglaklippur einnota því ég týni þeim yfirleitt tveim mínútum eftir fyrstu notkun.

Ákvað að taka skiptinema í fóstur. Fékk þýska stúlku sem ég veit ekkert um. Veit ekki hvað hún er gömul; ekki hvað hún er að læra; ekki hvernig hún lítur út o.s.frv. Engu að síður skrifaði ég henni tölvupóst í gær (á þýsku (og ensku)) og sagði henni að við yrðum bestu vinir í allan vetur. Úff. Svolítil skuldbinding þar. En það er í lagi því að Þjóðverjar eru yfir höfuð hresst og skemmtilegt fólk!

Skiptinemar við HÍ eru alltof einangraðir. Þeim er öllum troðið í sömu bygginguna og þannig er skapað umhverfi til þess fallið að þau einangrist. Margir ERASMUS-nemar kynnast Íslandi takmarkað en fá þess í stað reynslu af því að lifa í menningarhrærigraut við Hringbrautina. Það getur verið ágætt fyrir sitt leyti en Íslenskir nemendur og nemendafélögin verða að vera virkari í bjóða skiptinemunum að taka þátt í hinu almenna háskólastarfi.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger