Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, september 01, 2004

Banki allra námsmanna

Strákur og stelpa sitja saman að spjalli á kaffistofu í einni byggingu Háskólans.

Strákur: Úff maður. Ég er alveg að verða búinn með allan peninginn sem ég vann mér inn í sumar. Hvað á ég að gera ef ég veikist og næ ekki öllum prófunum og fæ engin námslán? Tja, og nú ef ég veikist í fjölskyldunni?

Stelpa: Iss, þetta er nú ekkert mál. Þú gerir bara eins og ég. Ef þú leggur 5% af peningunum sem þú vinnur þér inn á sumrin ásamt 5% af námslánun inn á sérstakann Launareikning landsbankans, þá færðu 70% af námslánunum þínum í allt að tvö ár ef þú veikist. Já og ekki nóg með það, ef þú drepst, þá fær fjölskyldan þín 70% af námslánunum í sjö ár.

Strákur: Vá!!! Í alvöru. Semsagt ef ég veikist illa og verð að hætta í námi, þá fæ ég allt að 35.000 kr. á mánuði í tvö ár, níu mánuði ársins. Vá, og ef ég drepst þá fæ ég peninginn í sjö ár. Ég ætla þokkalega að skipta um viðskiptabanka.

Stelpa: Já, svona er mannslíkaminn magnað fyrirbæri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger