Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, júlí 30, 2004

Boyband

Ég er staðráðinn í að ganga í boyband.

Fjórir léttklæddir drengir, hver með sinn karakter. Dagur Snær nær til unga fólksins og leggur áherslu á mennta- og velferðarmál; Himmi nýtur mikillar kvenhylli með einlægninni og anarkistahugsjóninni; Arngrímur verður svona "posh-spice" og textarnir hans verða dýpri og hafa þrengri skírskotun en okkar hinna og sjálfur mun ég leggja áherslu á alþjóðamál í mínum stíl(með sérstöku tilliti til þriðja heimsins).

Sverrir Jak verður svo að sjálfsögðu heilinn á bak við þetta allt saman og við munum ávallt kalla hann pabba. Og svo verða gerðir "sjónvarpsþætti[r] um ferðir [okkar] í Kringluna og Bláa lónið og annað sem á brýnt erindi við landsmenn".

Svo segir fólk að vinstrimenn séu þurrir og leiðinlegir.

3 Comments:

  • Gargandi snilld! ef þetta verður ekki gert að raunveruleika á næsta skemmtikvöldi er ykkur að eilífu úthýst ;)

    Auður Lilja

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:47 e.h.  

  • Þú ert óður!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:56 e.h.  

  • Mér líst ágætlega á þetta og þykir mér mitt hlutverk eigi lakara. Við gætum kallað okkur The Young Radicals og fólk mun ekki tala um annað en hver uppáhalds róttæklingurinn þeirra sé. Reykjavík verður endurnefnd Rótarabær og við verðum tótallí "Rad".

    By Blogger Arngrímur Vídalín, at 4:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger