Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Gættu þín mamma höfuðborgin er með sýfilis

Um daginn skammaði Elías skoðanabróðir minn mig fyrir að finnast Reykjavík ljót og minnti mig á að: "Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík!"

Vissulega er útsýnið fallegt frá Reykjavík á vorkvöldum. En fúll er hann fnykurinn í klofinu á henni höfuðborginni í 101. En innan um píkudaun andlega vanhæfs arkitektúrs og almennrar illgresisræktunar þar sem drullukunturnar eru allar á pensilini, þar þrífast skáldin.

Minn kæri Elías

Þessar myndir voru teknar á fögru vorkvöldi í Reykjavík:






Eftir þessa stuttu bæjarferð mína í dag er ég heillaður af fegurðinni í ljótleikanum í Reykjavík. Viðurstyggileg er fundvísi Ingólfs en þar bý ég og vil hvergi annars staðar búa.

Gættu þín mamma höfuðborgin er með sýfilis.

3 Comments:

  • Æ hvað þetta eru fallegar myndir. Þetta meina ég.

    By Blogger Jón Örn, at 12:05 f.h.  

  • Geturðu ekki farið að byrja að taka til?

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:14 f.h.  

  • Mér finnst glerhýsi reyndar ljótari en veggjakrotaðir jeppar. Þeir hafa þó karakter.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger