Stjórnarslit?
Nú held ég að fjármálaráðherra og settur dómsmálaráðherra eigi skilið ærlega flengingu á beran bossann. Hann er búinn að drulla upp á bak á þessu kjörtímabili.
Hvað ætlar Samfylkingin að gera í málinu? Á síðasta kjörtímabili voru þingmenn og núverandi ráðherrar hennar æfir vegna svona vinnubragða, spillingar og valdhroka íhaldsins.
Þessi skipun kemur náttúrulega á hárréttu augnabliki, þinginu nýlokið og þrír dagar til jóla. Íhaldið vonar að þetta verði gleymt og grafið á þrettándanum.
Ef það hefur nokkurn tímann blundað í þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar að slíta stjórnarsamstarfinu þá er Nýársdagur hárrétta augnablikið. Þau geta ekki með góðri samvisku starfað með Sjálfstæðisflokknum eftir þessa skipun Árna. Átyllan er komin.
Það væri mjög kómískt og einhvern veginn kosmískt réttlæti í því ef stjórnin springi vegna afsprengi DO.
Ég vil endilega bæta þessu við, og svo fyrir þá sem vilja grenja sig máttlausa úr hlátri, þessu.
Það vita allir að dómsvaldið er bara framlenging af valdi dómsmálaráðherra. :-)