Enn af ælu
Ég er þunnur. Já þú last rétt. Ég er að drepast úr þynnku nú á þriðjudagskvöldi. Þegar ég vaknaði seint í gærkvöldi ákvað ég að fá mér bjór og fagna því að nú væri ég kominn í viku frí. Það er skemmst frá því að segja að bjórarnir urðu alltof margir og þegar ég fór að sofa í morgun var ég orðinn sótölvaður.
Þegar ég vaknaði svo um sexleytið í kvöld ákvað ég að fara í göngutúr og ná úr mér þynnkunni. Ég gekk niður Bankastætið og náði um það bil tuttugu skrefum áður en ég vatt mér inn á hliðargötu og upp úr mér stóð spýjan. Tók nokkur skref í viðbót og ældi aftur. Ágætis byrjun.
Og hvað gerir maður þegar maður er að drepast úr þynnku? Kaldur sviti rennur niður bak og snjóhvítt enni. Jú, maður fer á tólf tíma aukavakt.
Ég er svo mikill auli.
ég ætla ekkert að mótmæla því að þú sért auli. En ég elska þig samt :)