Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, október 16, 2007

Enn af ælu

Ég er þunnur. Já þú last rétt. Ég er að drepast úr þynnku nú á þriðjudagskvöldi. Þegar ég vaknaði seint í gærkvöldi ákvað ég að fá mér bjór og fagna því að nú væri ég kominn í viku frí. Það er skemmst frá því að segja að bjórarnir urðu alltof margir og þegar ég fór að sofa í morgun var ég orðinn sótölvaður.

Þegar ég vaknaði svo um sexleytið í kvöld ákvað ég að fara í göngutúr og ná úr mér þynnkunni. Ég gekk niður Bankastætið og náði um það bil tuttugu skrefum áður en ég vatt mér inn á hliðargötu og upp úr mér stóð spýjan. Tók nokkur skref í viðbót og ældi aftur. Ágætis byrjun.

Og hvað gerir maður þegar maður er að drepast úr þynnku? Kaldur sviti rennur niður bak og snjóhvítt enni. Jú, maður fer á tólf tíma aukavakt.

Ég er svo mikill auli.

2 Comments:

  • ég ætla ekkert að mótmæla því að þú sért auli. En ég elska þig samt :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:36 e.h.  

  • Ég sendi samúðarkveðjur og loforð um að krota í bók við fyrsta tækifæri. Kíki væntanlega aðeins í bæinn á föstudaginn - eftir háskólafund (sem verður nú djamm út af fyrir sig). Verð þó í Berlín í næstu viku.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger