Fluttur
Þá er maður loksins fluttur. Bankastræti er staðurinn.
Það að setja saman IKEA-húsgögn er dauði og djöfull, jafnvel fyrir jafn vanan mann og mig. Svo stendur í leiðbeiningunum að það megi ekki nota hleðsluborvél við samsetninguna. Á þá fólk að vera marga daga að setja saman einn helvítis skáp? Auðvitað notar maður hleðsluborvél. Annað er ekki mönnum bjóðandi.
Keypti mér bókahillu í Rúmfatalagernum og auðvitað var hún gölluð. Að sjálfsögðu! Og svo þegar ég fer að skila gallaða hlutnum verður varan búin. Því skal ég lofa ykkur.
Mönnum hefnist fyrir að versla við djöfulinn.
Annars sé ég fyrir neðan að þú ert enn við sama heygarðshornið. Sting nú sem endranær upp á nafninu "The Young Radicals".