Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, október 10, 2007

Fluttur

Þá er maður loksins fluttur. Bankastræti er staðurinn.

Það að setja saman IKEA-húsgögn er dauði og djöfull, jafnvel fyrir jafn vanan mann og mig. Svo stendur í leiðbeiningunum að það megi ekki nota hleðsluborvél við samsetninguna. Á þá fólk að vera marga daga að setja saman einn helvítis skáp? Auðvitað notar maður hleðsluborvél. Annað er ekki mönnum bjóðandi.

Keypti mér bókahillu í Rúmfatalagernum og auðvitað var hún gölluð. Að sjálfsögðu! Og svo þegar ég fer að skila gallaða hlutnum verður varan búin. Því skal ég lofa ykkur.

1 Comments:

  • Mönnum hefnist fyrir að versla við djöfulinn.

    Annars sé ég fyrir neðan að þú ert enn við sama heygarðshornið. Sting nú sem endranær upp á nafninu "The Young Radicals".

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger