Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

föstudagur, september 28, 2007

Menn vikunnar

Menn vikunnar ættu að vera öllum meðlimum kókópöffs-kynslóðarinnar kunnir. Þeir eiga ótrtúlega margt sameiginlegt og verður saga þeirra og ferill rakinn hér í stuttu máli.



Báðir eru þeir fæddir árið 1971 og er aðeins hálft ár á milli þeirra. Corey Haim fæddist í Kanada en nafni hans Feldman í Californíu. Ungir hófu þeir báðir feril sinn og aðeins þriggja ára lék Feldman í auglýsingu fyrir McDonalds. Í dag er hann grænmetisæta.



Leiðir þeirra lágu saman árið 1987 þegar þeir fengu báðir hlutverk í kvikmynd Joels Schumachers Lost Boys. Um svipað leyti byrjuðu þeir að fikta við eiturlyf. Alls hafa þeir leikið í saman í 7 kvikmyndum. Þar ber helst að nefna Dream a little Dream (I og II), License to Drive frá 1988 og Last Resort sem er ein versta mynd kvikmyndasögunnar, þó svo að sá listi sé mjög langur.

Báðir eru þeir nafnar skilnaðarbörn. Feldman er giftur leikkonunni Susie Feldman og eiga þau saman einn son. Haim var lengi í sambúð með Baywatch-leikkonunni Nicole Eggert og léku þau saman í nokkrum afar vondum myndum. Upp úr sambandi þeirra slitnaði svo og var aðalástæðan sögð vera fíkniefnaneysla Haims. Árið 1997 hrundi veröld hans. Ferill hans var í rúst og svo frjálslega hafði hann farið með auðæfi sín að hann varð gjaldþrota. Í upphafi 10. árataugarins var hann hæst launaðasta barnastjarnan í Hollywood.

Þótt megnið af þeim myndum sem þeir félagar hafa leikið í sé drasl, þá hafa þeir þó átt sína góðu spretti, Feldman þó fleiri. Haim lék árið 1986 í kvikmyndinni Lucas sem er alls ekki alslæm enda stjörnum prýdd, en þau Carlie Sheen, Winona Ryder og Jeremy Piven léku aukahlutverk í henni. Þá var Haim stjarnan. Sama ár lék Feldman í hreint frábærri mynd leikstjórans Rob Reiners Stand by Me. Með önnur hlutverk í henni fóru m.a. River Phoenix, Kiefer Sutherland og Jerry O'Connell (O´Connell lék feita nördinn. Í dag er hann gríðarmikið hönk og lék m.a. stjörnuruðningsstrákinn í Jerry Maguire og lögreglumanninn Woody Hoyt í þáttunum Crossing Jordan. Bróðir hans var batsjelör í raunveruleikaþættinum The Bachelor). Að lokum verður að minnast aftur á Lost Boys, þar sem þeir skiluðu báðir sínu.

Báðir mega þeir muna sinn fífil fegurri, þó sérstaklega Haim en þeim gengur báðum ágætlega í dag. Haim er að reyna að endurbyggja feril sinn á hvíta tjaldinu auk þess sem hann vinnur að gerð raunveruleikaþáttar. Nafnarnir eru báðir afsprengi 9. áratugarins og í því ljósi er hægt að fyrirgefa þeim margt, en verstu myndir þeirra verður aldrei hægt að fyrirgefa.

3 Comments:

  • Fjandinn maður, þú myndir ekki trúa þessu, en páskana 2006 borgaði ég fyrir að horfa á Lost Boys á Skjánum. Einhver hafði sagt mér að hún væri snilld ...

    Annars fagna ég þessari endurkomu! Hippipp húrra!

    (vinsamlegast uppfærið tengla ...)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:51 e.h.  

  • Hahaha, einhvern veginn verða menn að láta tímann líða á nóttunni. Þú ert örugglega búinn að vera að horfa á allar myndirnar þeirra Coreys og Coreys. Gemmér tengil, takk! Spáðu í mig, þá mun ég spá í þig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:51 e.h.  

  • Finnst þér þeir ekki miklir hræsnarar? Ég tengdi á þig og datt ekki einu sinni í hug að heimta tengil í staðinn.

    Þetta er sannkristið hugarfar, strákar mínir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger