Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, október 09, 2007

Hugmynd endurvakin

Þetta póstaði ég fyrir röskum þremur árum:

Boyband
Ég er staðráðinn í að ganga í boyband.

Fjórir léttklæddir drengir, hver með sinn karakter. Dagur Snær nær til unga fólksins og leggur áherslu á mennta- og velferðarmál; Himmi nýtur mikillar kvenhylli með einlægninni og anarkistahugsjóninni; Arngrímur verður svona "posh-spice" og textarnir hans verða dýpri og hafa þrengri skírskotun en okkar hinna og sjálfur mun ég leggja áherslu á alþjóðamál í mínum stíl(með sérstöku tilliti til þriðja heimsins).

Sverrir Jak verður svo að sjálfsögðu heilinn á bak við þetta allt saman og við munum ávallt kalla hann pabba. Og svo verða gerðir "sjónvarpsþætti[r] um ferðir [okkar] í Kringluna og Bláa lónið og annað sem á brýnt erindi við landsmenn".

Svo segir fólk að vinstrimenn séu þurrir og leiðinlegir.


Hvað segið þið strákar. Til í það?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger