Boð og bönn
Ég vil að öll meðferð skotvopna og sala þeirra verði bönnuð á Íslandi. Skotvopn eru heimskuleg og geta ekki stuðlað að neinu góðu í okkar samfélagi. Þau verða mönnum og dýrum að bana. Hvers konar siðferði er það að búa í samfélagi þar sem orðið sportveiði er gjaldgengt? Það að veiða og kvelja dýr og kalla það sport er gríðarleg siðleysa. Ennfremur vil ég leggja bann við stangveiði. Ég skil ekki hvernig menn geta kvalið fiska í hálftíma og sleppt þeim svo hálfdauðum. Það er hrein grimmd. Þetta er hreinræktuð siðleysa og vitleysa. Ef menn vilja skemmta sér geta þeir bara farið í göngutúr úti í náttúrunni eða farið á Stúdentakjallarann og fengið sér bjór (eins og ég er að gera núna). Það er svo miklu betri skemmtun.
Ég er sammála þér með byssurnar, en á öðrum forsendum. Enda borða ég kjöt, en reyni að forðast fuglakjöt.