Guð minn góður!
Ég var að skoða heimasíður nokkurra frjálshyggjumanna og nú líður mér frekar illa. Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta. Einn heldur úti afar áhugaverðri síðu. Á henni skrifar hann um frjálshyggju í stíl kristinlegrar ofstækistrúar og baunar á feminista. Ekki það að ég sé móðgaður. Svona vitleysa nær bara ekki til mín.
Á síðunni er einnig myndasíða þar sem hann montar sig af öllum ráðstefnunum sem hann hefur sótt út í hinum stóra heimi og er greinilega mikill stórborgari. Þetta er hrikalegt dæmi um ungan mann sem þráir að vera 40 árum eldri en hann er og verða reglulegur álitsgjafi í Silfrinu og fá að besservisserast þar á hverjum sunnudegi.
Hvort ætli sé verra, að vera virkilega 50 í anda eins einn ungur framsóknarþingmaður eða þrá að vera það eins og þessu ungi frjálshyggjumaður.
Þetta er eiginlega eins og að vera spurður að því hvort sé betra að vera húðflettur með slípirokk eða ostaskera. Illmögulegt er mér til svars.
-Arngrímur, www.arngrimurv.blogspot.com