Náttúrubarn
Úff, langt síðan maður hefur bloggað. En margt bloggvert hefur gerst á undanförnum dögum. Ég komst að því að Hellisheiðin er ótrúlega falleg. Það er svo skrýtið hvernig náttúran er eitthvað öðruvísi þegar maður gengum um í henni og skoðar og nemur (í sjö klukkutíma göngu) en þegar maður sér sama hraunið út um bílgluggann á leiðinn til Hveragerðar, þeirrar sem Hveragerði er kennd við. Svo var yndislegt að skola af sér svitann í heitum læk og lenda í smá ævintýri á leiðinni til baka.
En eins og náttúran leynir á sér og er ekki öll þar sem hún er séð, þá má segja það sama um ákveðin skrifstofustjóra ákveðins stjórnmálaflokks. Hann lítur út fyrir að vera góður í fótbolta, hann gefur til kynna að hann sé góður í fótbolta, en þegar öllu er á botninn hvolft, og hann sýnir sitt rétta eðli þá er hann skítlélegur. Múhahahaha.
Hveragerðis...?