Kverúlantinn Gunni
Jæja, þá er maður búinn að svíkja málstaðinn. Ég hef breyst í allt það sem ég hef talað gegn öll mín fullorðinsár (sem eru u.þ.b. sex mánuðir) og hef gerst skrifstofublók. Ég mun hanga sveittur inni á kontor í sumar og plebbast.
Lifi byltingin! Hef ég kannski ekki lengur rétt á að segja þetta?
Ég er inni á kontór núna líka maður. Fokk hvað það er boring þegar það er gott veður maður. Ekki að það sé eitthvað skemmtilegra annars.