Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

miðvikudagur, júní 30, 2004

Kaflaskil

Þá er það orðið opinbert! Ég er kominn í b-ið. Það er ólýsanleg tilfinning að vera búinn með a-ið, en samt örlar á því að ég sé farinn að sakna þess pínulítið. B-ið er ekki nema 66 blaðsíður svo ég stefni að því að klára það á morgun og byrja á c-inu.

Sumarhátíð UVG á laugardaginn. Það er ekki nógu gott því ógöngufélagið Pollýana er búið að skipuleggja göngu á Hengil og þar sem ég er jarðfræðingurinn í hópnum er ég að sökkva mér í gríðarskemmtilegar bækur Þorleifs Einarssonar. Keypti eina bók eftir hann í gær hjá Braga. Það er alltaf notarlegt hjá Braga, líka eftir að hann flutti af Vesturgötunni yfir á Hverfisgötu (sem er mun betri staðsetning) en reykelsislyktin getur verið svolítið megn. En það er líka allt í lagi því maður er oftast svo lengi að grúska og skoða sig um að maður venst lyktinni. Ég fann Blakkar rúnir eftir Halldór Stefánsson númeraða (nr. 15) ásamt eiginhandaráritun höfundar. Bókin kom út á afmæli Máls og Menningar 1962 og er mikill kjörgripur enda þótt hún sé í kilju og hafi ljótustu forsíðumynd í heimi, sem einhver frægur vatnslitamálari málaði víst. En nóg um það. Bókin kostar 3.000 kr. svo þið vitið hvað mig langar í afmælis- eða jólagjöf. Svo langar mig líka í hjól.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger