Ég er alinn upp sem úthverfapakk með fordóma gagnvart öðrum hverfum borgarinnar
Það er frekar hryssingslegt veður úti, mistur og suddi, trén á stöðugri hreyfingu, þung ský hlunkast í loftinu. Skrýtið hvað gráu húsin í vesturbænum eru miklu myglulegri í svona veðri.
Þetta er nákvæmlega sú mynd sem ég hafði af vesturbænum þegar ég var yngri. Ég gat ekki skilið hvernig börn gátu búið í þessu hverfi. Mér kom ekkert annað til hugar en að einungis illa þefjandi gamalmenni héldu til í þessum miðaldakofum og öll börn væru víðs fjærri nema á afmælum gamla fólksins og kannski á sjómannadaginn.
En eftir að ég byrjaði í háskólanum og sá vesturbæinn með eigin augum og labbaði um götur hans þá varð ég svolítið skotinn í honum. Það skot hefur aukist til muna undanfarin tvö ár og nú skammast ég mín fyrir að búa í Breiðholti og þrái ekkert heitar en að komast í vesturbæinn. Nema þegar það er svona veður.
Sama her