Aberdeen Angus
Erfið helgi. Ekki að undra þó ég hafi sofið yfir mig í morgun. Það er ekki gott að sofa yfir sig þegar:
1. maður er í nýrri vinnu og reynir að koma vel fyrir.
2. maður býr í Breiðholti og vinnur í vesturbænum.
Annars var hundleiðinlegt að vinna við kosningarnar en vegna dræmrar kosingaþátttöku þá losnaði ég klukkan sex og dreif mig í bústað í Munaðarnesi. Það var yndislegt. Þó kom ástin ekki yfir mig í þessari ferð eins og gerist svo oft í óbyggðunum. Enginn Amor og enginn Cupit. Þessir gaurar eru orðnir svolítið klisjukenndir svo ég er að hugsa um að byrja að nota nýjan ástarguð; hinn skoska Aberdeen Angus sem er ástarguð í keltneskri goðafræði.