Dagbókarfærsla
Ég ætla að elda í kvöld. Það er orðið langt síðan ég borðaði almennilegan mat; er alltaf étandi súpur og brauð. Samt hefur meltingin staðið sig ótrúlega vel.
Í gærkveldi skellti ég mér í sund með tveimur undurfögrum dömum í ákveðnu ferðafélagi. Eftir slökun í heitapottinum (og 200m sprett) var förinni heitið í hjólreiðaleiðangur í Öskjuhlíðina, en einn ferðafélaginn ákvað að fara heim (enda latur og með blaðamannseðli). Kvöldsólin var ótrúlega falleg en þó var svolítið kalt. Þegar ég svo loksins kom heim var þreytan farin að segja til sín svo ég náði ekki að klára eina blaðsíðu í Dís, heldur sofnaði strax og kipptist til og stundi.
Nú ætla ég að hætta að blogga því ég ætla að vera mjög duglegur að vinna í dag. Ég ætla að klára b-ið eins og það leggur sig og skila því af mér.