Svefntruflanir
Eftir síðasta fund gærdagsins (sem var skemmtilegasti fundur dagsins, takk krakkar) var ég úrvinda. Úr varð að ég sofnaði fyrir klukkan níu í gærkvöldi og vaknaði því útsofinn um klukkan fjögur í morgun. Það var nú lagi því ég tók til og setti í uppþvottavélina og náði að vinna helling fyrir klukkan átta í morgun, en þá fór ég í morgunmat til mömmu og fékk beyglur og afar gott kaffi. Ég býst við að sofna snemma í kvöld.