Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Raúl Gonzáles

Mánudaginn næst komandi gerast undur og stórmerki í bloggsögunni, á síðuna mína mun skrifa gestapenni í heila viku.

Ég og vinur minn, Raúl Gonzáles, höfum ákveðið að setja okkur í spor hvors annars í eina viku. Hann kemur heim til mín og býr þar í viku, meðan ég fer heim til hans á Sauðárkrók.

Raúl er mesta gæðablóð og ég vona að vinir mínir taki honum vel. Hann er fæddur í Venezúela en ólst að mestu leyti upp á Kúbu. Faðir hans fór frá Venezúela til Kúbu til að berjast við hlið Fulgencio Batista gegn uppreisnarher kommúnista, en flúði til Bandaríkjanna í lok árs 1958 en Raúl varð eftir á Kúbu. Móðir Raúls lést við burð hans og því var hann munaðarlaus. Hann ólst upp á munaðarleysingjahæli í Havana þar sem var vel að honum hlúð. Síðar nam hann bókmenntir og heimspeki við háskólann í Havana en ferðaðist svo um heiminn milli þess sem hann vann fyrir sér víðsvegar.

Fyrir um ári síðan lá svo leið hans til Íslands en hann heillaðist af landinu eftir að hann komst í kynni við íslenskar bókmenntir þegar hann var í námi. Leið hans lá fljótlega til Sauðárkróks þar sem hann starfar við grunnskólann sem skólaliði og leiðbeinandi. Raúl er skáld og hefur ort nokkuð á íslensku, aðallega ljóð um Tindastól sem hann segir að sé fallegasta fjall Evrópu.

Ég get ekki beðið eftir að komast norður í sveitasæluna og bið ykkur að taka vel á móti Raúl þegar hann kemur.

4 Comments:

 • vá hvað ég hlakka til að hitta Raúl á mánudaginn :)

  By Blogger Tinna, at 11:18 e.h.  

 • Þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

  By Anonymous Nafnlaus, at 5:49 f.h.  

 • Það er svo skemmtilegur næturvaktaryþmi í blogginu þínu. Maður hangir bloggþyrstur yfir auðri síðu í viku - svo dembast yfir mann sjö færslur í einu.

  By Anonymous Nafnlaus, at 6:46 e.h.  

 • Raúl verður eflaust miklu duglegri bloggari en ég.

  By Anonymous Nafnlaus, at 9:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger