Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, september 02, 2004

Nei eða já...

Nýja uppáhaldsorðið mitt er orðið neijákvæður en það er hugtak í rökfræði. Þetta finnst mér áhugavert. Nú er ég líka búinn að finna nýtt orð sem lýsir Samfylkingarfólki. Var orðinn leiður á orðunum hægrikrati, tækifærissinni, miðjumoð og mörgum fleirum.

Strákur: Hann er svona, svona... uhh neijákvæður, eins og kratarnir.

Stelpa: Já, nú veit ég alveg hvað þú ert að meina. Það er ótrúlegt hversu magnað fyrirbæri mannslíkaminn er.

Naglaklippur og Þjóðverjar

Ég keypti mér sautjándu naglaklippur sumarsins í morgun. Hvað mig varðar eru naglaklippur einnota því ég týni þeim yfirleitt tveim mínútum eftir fyrstu notkun.

Ákvað að taka skiptinema í fóstur. Fékk þýska stúlku sem ég veit ekkert um. Veit ekki hvað hún er gömul; ekki hvað hún er að læra; ekki hvernig hún lítur út o.s.frv. Engu að síður skrifaði ég henni tölvupóst í gær (á þýsku (og ensku)) og sagði henni að við yrðum bestu vinir í allan vetur. Úff. Svolítil skuldbinding þar. En það er í lagi því að Þjóðverjar eru yfir höfuð hresst og skemmtilegt fólk!

Skiptinemar við HÍ eru alltof einangraðir. Þeim er öllum troðið í sömu bygginguna og þannig er skapað umhverfi til þess fallið að þau einangrist. Margir ERASMUS-nemar kynnast Íslandi takmarkað en fá þess í stað reynslu af því að lifa í menningarhrærigraut við Hringbrautina. Það getur verið ágætt fyrir sitt leyti en Íslenskir nemendur og nemendafélögin verða að vera virkari í bjóða skiptinemunum að taka þátt í hinu almenna háskólastarfi.

miðvikudagur, september 01, 2004

Banki allra námsmanna

Strákur og stelpa sitja saman að spjalli á kaffistofu í einni byggingu Háskólans.

Strákur: Úff maður. Ég er alveg að verða búinn með allan peninginn sem ég vann mér inn í sumar. Hvað á ég að gera ef ég veikist og næ ekki öllum prófunum og fæ engin námslán? Tja, og nú ef ég veikist í fjölskyldunni?

Stelpa: Iss, þetta er nú ekkert mál. Þú gerir bara eins og ég. Ef þú leggur 5% af peningunum sem þú vinnur þér inn á sumrin ásamt 5% af námslánun inn á sérstakann Launareikning landsbankans, þá færðu 70% af námslánunum þínum í allt að tvö ár ef þú veikist. Já og ekki nóg með það, ef þú drepst, þá fær fjölskyldan þín 70% af námslánunum í sjö ár.

Strákur: Vá!!! Í alvöru. Semsagt ef ég veikist illa og verð að hætta í námi, þá fæ ég allt að 35.000 kr. á mánuði í tvö ár, níu mánuði ársins. Vá, og ef ég drepst þá fæ ég peninginn í sjö ár. Ég ætla þokkalega að skipta um viðskiptabanka.

Stelpa: Já, svona er mannslíkaminn magnað fyrirbæri.


 

Powered by Blogger