Hætt við að hætta, komin inn úr sólinni
Eiginfjárstaða mín er frekar slæm. Skuldir mínar eru meiri en eignirnar. En það er nú kannski engin furða vegna þess að eignir mínar eru harla litlar. Fyrir utan tvær ferðatöskur sem eru hér í stofunni hjá félaga mínum, þar sem ég sef á sófanum og bækurnar mínar sem eru heima hjá Kára (vona að þú sért ekki farinn með þær á haugana Kári minn).
En ég örvænti ekki. Um næstu mánaðarmót fæ ég útborgað í dönskum krónum og er því slétt sama og sef rólegur í bili. En þangað til lifi ég eins og munkur. Nema hvað að ég mun eflaust rúkna mér og drekka bjór. Og ástunda annarslags óskunda sem munkar gera ekki að öllu jöfnu.
######
Fyrirsögin er ætluð sem blogghvatning til KST.
Hver sagði þér að munkar runkuðu sér ekki? Það rímar, svo þeir hljóta að gera það.
Og bjór drekka þeir í tonnavís, að minnsta kosti í gamla daga enda langbestu bruggararnir.
Vonum að þú náir að rétta úr hallanum fyrir 2012, þá verður kannski óhætt að snúa aftur á skerið.