Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

fimmtudagur, október 02, 2008

Hætt við að hætta, komin inn úr sólinni

Eiginfjárstaða mín er frekar slæm. Skuldir mínar eru meiri en eignirnar. En það er nú kannski engin furða vegna þess að eignir mínar eru harla litlar. Fyrir utan tvær ferðatöskur sem eru hér í stofunni hjá félaga mínum, þar sem ég sef á sófanum og bækurnar mínar sem eru heima hjá Kára (vona að þú sért ekki farinn með þær á haugana Kári minn).

En ég örvænti ekki. Um næstu mánaðarmót fæ ég útborgað í dönskum krónum og er því slétt sama og sef rólegur í bili. En þangað til lifi ég eins og munkur. Nema hvað að ég mun eflaust rúkna mér og drekka bjór. Og ástunda annarslags óskunda sem munkar gera ekki að öllu jöfnu.

######

Fyrirsögin er ætluð sem blogghvatning til KST.

5 Comments:

  • Hver sagði þér að munkar runkuðu sér ekki? Það rímar, svo þeir hljóta að gera það.
    Og bjór drekka þeir í tonnavís, að minnsta kosti í gamla daga enda langbestu bruggararnir.

    Vonum að þú náir að rétta úr hallanum fyrir 2012, þá verður kannski óhætt að snúa aftur á skerið.

    By Blogger Svanhvít, at 3:20 f.h.  

  • Þú gafst þér það að trúleysinginn væri að tala um kristna munka! Ekki allir munkar hafa bruggað í gegnum tíðina.

    Svo verð ég varla edrú fyrir 2012. Þá vona ég að þú djónir mér í Danaveldi og takir þátt í sukkinu.

    Að endingu legg ég til að við tölum um 'rúkn og múnk' en ekki 'runk og munk'. Það er svo púrítanskt.

    By Blogger Gunni, at 3:49 f.h.  

  • Mig dreymd'ðað væri komið árið tvöþúsund og tólf.
    Þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf.
    Já veröldin var skrýtin, þá var allt orðið breytt
    því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt.

    Og ekki hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor
    því yfirmaður hans var lítill vasa-transestor.
    Og þingmennirnir okkar voru ei með fulle femm,
    því forsætisráðherrann var gamall IBM.

    Ég vil þakka foreldrum mínum og stóra bróður gott tónlistar-uppeldi.

    By Blogger Tinna, at 10:52 e.h.  

  • Reyfararnir þínir komu sér vel þegar salernispappírinn kláraðist!

    Neinei, það er allt í góðu lagi með bækurnar en þær gætu þó átt eftir að mygla í geymslunni ef þær verða hér yfir veturinn. Get engu lofað með það.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:16 f.h.  

  • Þær sem ég er búin að sækja sitja líka úti í bíl og það kemur raki á nóttunni þannig að ég get heldur engu lofað um þessar bækur elskan mín...

    By Blogger Tinna, at 10:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger