Og svo kom stríð og svo kom her. Og svo kom friður og enn meiri her. -Megas

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Hvað er málið með skyr?

Hvað er svona merkilegt við skyr?

Er bara hægt að búa til skyr úr mjólk sem kemur úr íslenskum beljum? Er bara hægt að búa til skyr á íslandi?

Er skyr ekki bara jógúrt? Hver er munurinn?

2 Comments:

  • Við erum nú ekki þeir einu sem búum til skyr. Gert a.m.k. líka í Skotlandi og Búlgaríu, auðvitað kallað eitthvað annað. Við vinnum það kannski einhvernveginn öðruvísi, veit það ekki.

    Jógúrt er hinsvegar allt annað og gert með jógúrt-gerlum einhverjum. Það er ekki einu sinni sjálfgefið að jógúrt sé gerð úr mjólk, þó það sé algengast.

    Skyr er víst skyldara osti en jógúrt. Og honum krónískt skeptíska mér grunar að heilunarkraftar sullsins séu stórlega ýktir.

    By Blogger Bastarður Víkinga, at 1:53 e.h.  

  • Skyr og jógúrt eru eiginlega sama afurðin. Munurinn felst aðallega í gerlunum og svo því að skyr er búið til úr undanrennu en jógúrt úr nýmjólk, og er því töluvert feitara. Skyrið er líka að jafnaði súrara.

    Því miður er hvergi hægt að kaupa ekta jógúrt hér á landi og hefur aldrei verið hægt, þannig að þeir sem vilja smakka það verða að leggja á sig utanferðir.

    Til gamans má geta að orð rótskyld orðinu skyr eru til í fjöldamörgum Indó-Evrópskum málum. Til dæmis má nefna enska orðið curd, þýska orðið qvarg og tamílska orðið ker, en af því er orðið keri dregið, sem þýðir sósa búin til úr jógúrt, en af því orði er dregið enska orðið curry.

    Orðið jógúrt er af tyrkneskum uppruna. Aðrar þjóðir í miðausturlöndum sem eru af indóevrópskum uppruna nota orð sem eru af sömu rót og orðið skyr til að tákna þessa afurð, sem er reyndar mjög misjöfn eftir héröðum og löndum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


 

Powered by Blogger