Góð skyndiákvörðun
Ég er búinn að vera algerlega fastur hér á hótelinu síðan í lok maí og vinna á hverjum einasta degi eins og möðerfokker. Eftir vinnu í gærkvöldi fór ég í göngutúr. Það er það eina sem hægt er að gera hér á Hellu sér til skemmtunar. Ég gekk yfir brúna með poka á bakinu og heyrnatólin á eyrunum. Þá hugsaði ég með mér: „Fokk itt – ég er farinn“. Fyrr um daginn frétti ég að Sprengjuhöllin og Rottweiler væru með tónleika á Selfossi. Ég staldraði við og setti út puttann og viti menn. Fyrsti bíllinn sem ég sá stoppaði fyrir mér og skutlaði mér á Selfoss. Tónleikarnir voru fínir og kvöldið frábært. Í nótt skutluðu tveir kanar mér aftur á Hellu.
En í kvöld kemur klímaxið. Megas og Senuþjófarnir á Stokkseyri. Ég get ekki beðið.
Það er greinilega fjör á Hellu